Döðlunammi

43

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Skerið í döðlurnar miðjar, opnið þær og fjarlægið steininn.

Raðið þeim opnum, þétt saman á bökunarpappír.

Leggið annan bökunarpappír ofan á og fletjið aðeins út með kökukefli, fjarlægið síðan pappírinn.

Smyrjið hnetusmjöri yfir döðlurnar og næst bræddu súkkulaðinu.

Geymið smá súkkulaði til að skreyta með í lokin.

Saxið pistasíukjarna og stráið yfir ásamt kókosflögum.

Frystið í um 30 mínútur og skerið svo í bita.

Best er að geyma bitana síðan í góðu boxi í frystinum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

500 g ferskar döðlur

Hnetusmjör (um 6 msk)

70 g Síríus rjómasúkkulaði

70 g Síríus suðusúkkulaði

50 g pistasíukjarnar

3 msk. kókosflögur