Kjúklinga Ostasalat með Göteborgs Utvalda

Uppskrift
Leiðbeiningar
Kjúklinga ostasalat
Aðferð:
Skerið inn eftir hlið kjúklingabringunnar, næstum alla leið inn í gegn. Fletjið eða „fiðrildið” hana fyrir hraðari og jafnari eldun.
Kryddið kjúklingabringu með limepiparblöndu, gætið þess að bæta við salti ef blandan inniheldur það ekki.
Grillið eða bakið bringuna þar til hún er elduð í gegn.
Leyfið bringunni að kólna og saxið svo í litla bita.
Tilvalið er líka að nota afgangs kjúklingabringu úr grillveislu fyrr um kvöldið, hún má vera krydduð að eigin smekk.
Rífið hvítlauks- og mexíkóost.
Saxið papriku, mangó og graslauk.
Í stórri skál blandið saman ostinum við sýrðan rjóma, grískt jógúrt, kjúklingabringunni og ólífuolíu.
Blandið við papriku, mangó og graslauk eftir smekk.
Saltið og piprið eftir smekk.
Berið fram og njótið með Göteborgs Utvalda kexi.
Innihaldsefni
1 stk kjúklingabringa, krydduð með limepipar og grilluð
1 dolla (180 g) sýrður rjómi
4 msk grísk jógúrt
1 stk (150 g) hvítlauksostur, rifinn
1 stk (150 g) mexíkóostur, rifinn
½-1 stk mangó, saxað
¼-½ paprika, rauð eða appelsínugul, söxuð
3-4 msk graslaukur, saxaður
2 tsk jómfrúarólífuolía
Salt og pipar eftir smekk