Kókosstangir með berjum og dökku súkkulaði

Kókosstangir (4)

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Setjið kókosmjöl, ber, vanilludropa og sýróp í blandara og blandið vel.

Hellið í brauðform sem búið er að klæða að innan með bökunarpappír.

Sléttið úr og frystið í um tvær klukkustundir og takið þá út og skerið í lengjur.

Bræðið súkkulaðið og þynnið með kókosolíunni.

Dýfið hverri lengju í súkkulaði, leggið á bökunarpappír og toppið með ristuðum kókosflögum.

Best er að geyma stangirnar í loftþéttu íláti í frystinum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

200 g kókosmjöl (gróft)

220 g jarðarber (frosin eða fersk)

120 g hindber (frosin eða fersk)

2 tsk. vanilludropar

3 msk. hlynsýróp

300 g Valor 80% dökkt súkkulaði

2 msk. kókosolía

Ristaðar kókosflögur til skrauts