Sætar og saltar súkkulaðibitakökur

8

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Setjið 200 g af smjörinu í pott og eldið yfir miðjugs hita.

Hrærið stöðugt þar til að smjörið brúnast og það kemur karamellu ilmur af smjörinu.

Takið það af hitanum og setjið í stóra skál.

Bætið við 120 g af smjöri út í og leyfið því að bráðna og síðan kólna í u.þ.b. 10 mín.

Takið lúku af súkkulaði kringlunum og leggið til hliðar til að skreyta síðar.

Saxið niður restina af súkkulaði kringlunum og suðusúkkulaðinu í minni bita og leggið til hliðar.

Í annarri skál blandið saman hveiti, matarsóda, maísmjöli og salti og setjið til hliðar.

Hrærið sykrunum saman við smjörið með písk og síðan bæta við eggjum og vanilludropum.

Hrærið síðan hveitiblöndunni út í smjörblönduna með sleikju, bætið síðan súkkulaði Kringlu og súkkulaðibitum út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skiptið deiginu í 100 gr. Kúlur og kælið í a.m.k. 30-60 mín eða helst yfir nótt.

Hitið ofninn á 190 ° C og setjið síðan kúlurnar á bökunarplötu með nægu millibili því þær dreifast út við bakstur og bakið í 14 mínútur.

Leggið síðan eina súkkulaði kringlu ofan á hverja köku og stráið smá sjávarsalti ofan á og njótið með ísköldu mjólkurglasi.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

500 g hveiti

1 ½ tsk salt

35 g maísmjöl

1/2 tsk matarsódi

320 g brúnað smjör

280g púðursykur

115g sykur

2 egg

3 eggjarauður

1 poki Nóa Súkkulaði kringlur (160 g)

200g Nóa Síríus Suðusúkkulaði