Súkkulaði hafra- og chiabúðingur

Uppskrift dugar í 4-5 skálar/krukkur
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Setjið allt saman í skál, hrærið saman og kælið í að minnsta kosti 2 klukkustundir eða yfir nótt.
Skammtið ykkur síðan jafnóðum og toppið með neðangreindu.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
Hafra- og chia búðingur
200 g fínt haframjöl
40 g chiafræ
2 msk. Síríus kakóduft
3 msk. agave sýróp
200 g grísk jógúrt með vanillubragði
600 ml möndlumjólk
Toppur
Grísk jógúrt með vanillubragði
Jarðarber
Valor súkkulaði með möndlum – saxað