Páska bollaköku krans

Bollakökukrans (31)

Bollaköku krans með himnesku súkkulaði 

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Súkkulaði bollakökur uppskrift

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Blandið þurrefnunum saman í hrærivélarskál.
  3. Pískið næst kaffijógúrt, matarolíu, egg og vanilludropa saman.
  4. Hellið jógúrtblöndunni saman við þurrefnablönduna á meðan þið hrærið á lágum hraða.
  5. Næst má hella kaffinu í mjórri bunu saman við, hræra vel og skafa niður á milli.
  6. Skiptið niður í um 15 bollakökuform og bakið í 18-20 mínútur.
  7. Kælið áður en þið setjið kremið á og skreytið.

Súkkulaði smjörkrem uppskrift

  1. Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
  2. Sigtið flórsykur og kakó saman og bætið saman við í nokkrum skömmtum.
  3. Næst má setja súkkulaðið, kaffi, vanilludropa og salt og blanda vel.
  4. Gott er að þeyta og skafa niður nokkrum sinnum þar til kremið er létt og ljóst í sér.
  5. Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút (t.d 1M eða 2D frá Wilton). Raðið 9 bollakökum í hring og mótið þannig kransinn. Sprautið síðan „rósir“ á hverja og eina köku svo þær festist aðeins saman á endanum á kreminu.

Skreyting aðferð

  1. Brjótið eggin niður og raðið stórum brotum hér og þar á kransinn.
  2. Hellið Smákroppi og Nóakroppi hér og þar yfir kransinn.
  3. Skreytið síðan að lokum með nóg af ferskum blómum og slaufu.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Súkkulaði bollakökur 

  • 150 g hveiti
  • 40 g bökunarkakó
  • 200 g sykur
  • 1 tsk. matarsóti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 150 ml kaffijógúrt
  • 60 ml ljós matarolía
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 80 ml uppáhellt kaffi

Súkkulaði smjörkrem

  1. 250 g smjör við stofuhita
  2. 200 g flórsykur
  3. 40 g bökunarkakó
  4. 100 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)
  5. 1 msk. uppáhellt kaffi
  6. 1 tsk. vanilludropar
  7. ¼ tsk. salt

Skreyting aðferð

  • 3-4 x Síríus lítil páskaegg (mjólkursúkkulaði og suðusúkkulaði í bland)
  • Nóa Smákropp
  • Nóa Nóakropp
  • Fersk blóm
  • Slaufa