Páska bollaköku krans

Bollaköku krans með himnesku súkkulaði
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Súkkulaði bollakökur uppskrift
- Hitið ofninn í 160°C.
- Blandið þurrefnunum saman í hrærivélarskál.
- Pískið næst kaffijógúrt, matarolíu, egg og vanilludropa saman.
- Hellið jógúrtblöndunni saman við þurrefnablönduna á meðan þið hrærið á lágum hraða.
- Næst má hella kaffinu í mjórri bunu saman við, hræra vel og skafa niður á milli.
- Skiptið niður í um 15 bollakökuform og bakið í 18-20 mínútur.
- Kælið áður en þið setjið kremið á og skreytið.
Súkkulaði smjörkrem uppskrift
- Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
- Sigtið flórsykur og kakó saman og bætið saman við í nokkrum skömmtum.
- Næst má setja súkkulaðið, kaffi, vanilludropa og salt og blanda vel.
- Gott er að þeyta og skafa niður nokkrum sinnum þar til kremið er létt og ljóst í sér.
- Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút (t.d 1M eða 2D frá Wilton). Raðið 9 bollakökum í hring og mótið þannig kransinn. Sprautið síðan „rósir“ á hverja og eina köku svo þær festist aðeins saman á endanum á kreminu.
Skreyting aðferð
- Brjótið eggin niður og raðið stórum brotum hér og þar á kransinn.
- Hellið Smákroppi og Nóakroppi hér og þar yfir kransinn.
- Skreytið síðan að lokum með nóg af ferskum blómum og slaufu.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
Súkkulaði bollakökur
- 150 g hveiti
- 40 g bökunarkakó
- 200 g sykur
- 1 tsk. matarsóti
- 1 tsk. lyftiduft
- ¼ tsk. salt
- 150 ml kaffijógúrt
- 60 ml ljós matarolía
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 80 ml uppáhellt kaffi
Súkkulaði smjörkrem
- 250 g smjör við stofuhita
- 200 g flórsykur
- 40 g bökunarkakó
- 100 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)
- 1 msk. uppáhellt kaffi
- 1 tsk. vanilludropar
- ¼ tsk. salt
Skreyting aðferð
- 3-4 x Síríus lítil páskaegg (mjólkursúkkulaði og suðusúkkulaði í bland)
- Nóa Smákropp
- Nóa Nóakropp
- Fersk blóm
- Slaufa