Eldfjallakaka með suðusúkkulaði

Lava 1

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Aðferð:

● Hitið ofninn á 220°C blástur og smyrjið 4-6 suffle form með smjöri og stráið síðan hveiti í formið og dreifið vel upp allar hliðar.
● Bræðið saman smjör, suðusúkkulaði og salt í potti og setjið síðan til hliðar.
● Hrærið saman egg, eggjarauður og sykur með písk í um það bil 3 mínútur þar til að blandan léttist smá um lit.
● Hellið síðan súkkulaðiblöndunni í eggja blönduna í þunnri bunu og hrærið stöðugt þar til allt hefur komið saman.
● Blandið síðan hveitinu við og skammtið í suffle formin og bakið í 10 mín.
● Takið varlega úr ofninum og leyfið að standa i 5 mín.
● Leggið síðan disk ofan á formið og snúið við svo varlega með ofn hanskana á, liftið síðan forminu upp og berið fram strax.

Hægt er að njóta með smá flórsykri ofan á, berjum eða ís!

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Hráefni:

115g smjör
165g Nóa Siríus Suðusúkkulaði
2 egg
2 eggjarauður
64g sykur
½ tsk salt
19g hveiti