Espresso martini súkkulaðimús
Bökunartími
1 1/2 klst.
Undirbúningstími
Uppskrift
Leiðbeiningar
1. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman í um 3 mínútur þar til blandan verður létt og loftkennd.
2. Setjið 250 ml rjóma í pott ásamt instant kaffiddufti og hitið hann vel, en ekki sjóða hann. Hrærið í pottinum þar til kaffið hefur samlagast rjómanum.
3. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.
4. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðalhita (passið að láta ekki sjóða). Hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar og umfang blöndunnar hefur minnkað um helming. Passið að sjóða blönduna alls ekki því þá getur hún hlaupið í kekki.
5. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við eggjablönduna. Líka hægt að brjóta súkkulaðið beint út í eggjablönduna og bræða það í blöndunni. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1 klst.
6. Þeytið 500 ml rjóma og blandið honum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
7. Skiptið súkkulaðimúsinni á milli í kokteilglös, ekki fylla glösin alveg heldur skiljið eftir smá pláss fyrir rjóma. Sléttið alveg úr súkkulaðimúsinni með lítilli spatúlu eða bakhlið á skeið.
8. Þeytið 300 ml rjóma og setjið í glösin svo þau fyllist. Sléttið úr með spatúlu eða hníf.
9. Sigtið yfir pínulítið af kakói og skreytið með kaffibaunum.
Innihaldsefni
- 4 egg
- 70 g sykur
- 800 ml rjómi (skipt í 250 ml, 500 ml og 300 ml)
- 300 g Síríus suðusúkkulaði 70% dökkt
- 1 1/2 msk instant kaffidufti (t.d. nescafé)
- Kakóduft og kaffibaunir sem skraut