Heslihnetusúkkulaðimús

Heslihnetusúkkulaðimús (17)

Uppskrift dugar í um 6 skálar/glös

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Myljið 180 g af kexi í blandara og skiptið niður í botninn á glösunum.

Bræðið súkkulaði-heslihnetusmjörið í örbylgju ásamt 50 ml af rjómanum.

Hitið við meðalhita í 20 sekúndur nokkru skipti og pískið síðan saman.

Þeytið 500 ml af rjóma + flórsykur létt á meðan.

Bætið næst súkkulaðiblöndunni saman við rjómann og þeytið áfram þar til léttþeytt súkkulaðiblanda er tilbúin.

Hellið/sprautið henni í skálarnar og kælið áður en þið skreytið.

Þeytið 300 ml af rjóma og sprautið ofan á músina.

Sigtið smá kakóduft yfir og stingið einu Ballerinakexi í hverja mús.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

180 g Göteborgs Ballerina kex + 6 stykki til skrauts

220 g súkkulaði-heslihnetusmjör

850 ml rjómi (skipt)

3 msk. flórsykur

Kakóduft til skrauts