Hrekkjavöku súkkulaðimús

IMG 7227

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Hellið súkkulaðidropunum í miðstóra skál með klípu af sjávarsalti og leggið til hliðar.

Hrærið saman rjóma, mjólk og eggjarauðum í pott og færið síðan yfir á lágan hita.

Hrærið stöðugt með písk þar til blandan byrjar að þykkjast smá eða komin upp í 65-70°c.

Takið af hitanum og hellið í gegnum sigti yfir súkkulaði og sjávar saltið.

Leyfið að standa í 5 mín.

Hrærið síðan með töfrasprota og leggið til hliðar.

Þeytið eggjahvítur með sykri þar til þær halda forminu sínu rétt svo en ekki of stífþeytt.

Hrærið eggjahvíturnar saman við í súkkulaðið í 3 skömmtum rosa varlega með sleikju.

Skammtið búðingnum síðan í 5-6 glös og kælið í amk 6 klst eða helst yfir nótt.

 

Skreyting:

Setjið Nóa kroppið í matvinnsluvél og hakkið saman þar til að kroppið er orðið að fínni mylsnu.

Setjið smá af Nóa kropp mylsnunni ofan á hverja mús og skreytið síðan hvernig sem þið viljið.

Ég bjó til litla súkkulaði legsteina með því að bræða Sirius Suðusúkkulaði og skammtaði svo í sílikon legsteina form.

Kældi inn í ísskáp og lagði einn legstein ofan á hverja mús.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

5 egg (ca 90 g eggjarauður, 150 g eggjahvítur)

180 g rjómi

65 g mjólk

2 pokar Síríus Sælkerabaksturs siðusúkkulaði dropar (300 g)

25 g sykur

½ tsk salt

 

Skraut:

1 poki mulið Nóa Kropp

Suðusúkkulaði legsteinar