Sítrónu Posset

20250703 MG 0261

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Sítrónu skel

Aðferð:
Skerið sítrónurnar í helming og notið skeið til að skófla öllu innihaldinu úr og í sigti með skál undir.
Raðið tómu sítrónu bátunum á disk og leggið til hliðar.
Þrýstið síðan innihaldinu með skeið í gegnum sigtið svo að mest allur safinn rennur í gegnum það.
Vigtið 60 g af safanum og leggið til hliðar.

 

Sítrónu fylling

Aðferð:
Í miðlungsstórum potti hitið saman rjómann, hvíta súkkulaðið, sítrónubörk, vanillu og sykur.
Setjið yfir miðlungs hita og hrærið stöðugt með sleikju svo að súkkulaðið brenni ekki í botninum. Hitið þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað og að það kemur létt suða.
Takið af hitanum og látið standa í 10 mínútur.
Hellið síðan 60 g af sítrónusafanum ofan í rjómablönduna og hrærið með písk.
Skammtið síðan blöndunni varlega í sítrónu skeljarnar með annað hvort lítilli ausu eða að hella úr sósukönnu.
Færið varlega inn í ísskáp og leyfið að kólna í a.m.k 4 klst.
Hægt er að rífa smá auka sítrónu börk ofan á til að skreyta en það er alveg valfrjálst.
Njótið!

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Sítrónubörkur af 1 sítrónu
4-5 sítrónur (c.a. 60g af sítrónusafa)
240 g rjómi
50 g Nóa Siríus Hvítir súkkulaðidropar
1/2 tsk vanilludropar eða paste
50 g sykur