Smash saltkaramellu pavlovur

Magn 10-12 stk
Uppskrift
Leiðbeiningar
Pavlovur
Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn í 140°C blástur.
Leggið bökunarpappír á 2 bökunarplötur og leggið til hliðar.
Setjið eggjahvíturnar, sykur og edik í stóra skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara í nokkrar mínútur, þar til marengsinn er orðinn stífþeyttur.
Bætið síðan við flórsykri og hrærið í auka 2 mínútur á miðlungs/miklum hraða. Marengsinn missir smá stífleikan sinn á þessum tímapunkti en ef þið hrærið í nokkrar mínútur í viðbót þá á marengsinn að stífna aftur.
Setjið marengsinn í sprautupoka og sprautið út lítil pavlovu hreiður með holu í miðjunni. Það er líka er hægt að nota matskeið til móta pavlovurnar, en passið að búa til litla holu í miðjuna fyrir fyllinguna seinna meir.
Bakið pavlovurnar í 15-20 mínútur.
Slökkvið síðan á ofninum og leyfið þeim að kólna inni í ofni í a.m.k 2 klst, en helst yfir nótt.
Salt karamella
Aðferð:
Setjið smjörið og púðursykurinn í meðalstóran pott. Hafið miðlungshita á hellunni og hrærið stöðugt í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til smjörið og púðursykurinn eru búin að blandast vel saman.
Hellið rjómanum út í og hrærið yfir miðlungshita í 3 mínútur. Hrærið síðan við klípu af salti.
Takið af hitanum og hellið í ílát sem þolir hita.
Leyfið blöndunni síðan að kólna í amk. 1 klst
Smash rjómi
Aðferð:
Skerið Smash Salt Karamel stykkin í litla bita og leggið til hliðar.
Þeytið rjómann þar til hann er létt þeyttur.
Hrærið Smash bitunum út í með sleikju.
Samsetning
Aðferð:
Skerið banana í þunnar sneiðar og leggið til hliðar.
Fyllið botninn á pavlovunum með saltkaramellunni, síðan nokkrum bananasneiðum, svo Smash rjóman ofan á.
Leggið síðan 2-3 banana sneiðar ofan á og dreifið smá saltkaramellu ofan á með skeið eða sprautupoka.
Geymist best inn í kæli og best að bera fram innan við nokkra klukkutíma
Innihaldsefni
Pavlovur
6 eggjahvítur
200 g sykur
120 g flórsykur
½ tsk edik
Smash rjómi
300 g rjómi
5 Smash salt karamel stykki (200g)
Salt karamella
150 g púðursykur
150 g smjör
150 g rjómi
Klípa af salti
Samsetning
1-2 bananar skornir í þunnar sneiðar