Súkkulaði og hindberja Tiramisu

IMG 6221

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kaffi blanda

Hellið upp á kaffið og hrærið síðan kakói við með písk.

Leggið til hliðar til að kólna.

 

Mascarpone súkkulaði fylling

Bræðið saman 150 g af rjómanum og súkkulaðið í potti eða í örbylgju.

Leggið síðan til hliðar til að kólna aðeins.

Þeytið saman mascarpone, vanillu og sykri í hrærivél eða með handþeitara þar til að mascarpone-inn virðist lausari í sér.

Hellið síðan rjómanum og súkkulaði blöndunni og hrærið þar til að blandan þykkist talsvert, eins og þeyttur rjómi.

 

Samsetning

Fjarlægið botninn úr hringlaga spelku formi og leggið hringinn á disk.

Dýfið nokkrum lady finger kexum ofan í kaffi blönduna og leggið í miðju disksins.

Skiljið eftir smá pláss upp að smelluforminu.

Takið síðan fleiri ladyfinger kex og stillið þeim upp lóðrétt. Raðið þeim allan hringinn.

Hellið síðan lagi af súkkulaði fyllingunni yfir.

Endurtakið með því að taka meira ladyfinger kex og dýfa ofan í kaffið og raða ofan á súkkulaði blönduna.

Hellið síðan meira af súkkulaði blöndunni og endurtakið þar til að formið er næstum fullt.

Endið svo með að setja loka lag af fyllingunni ofan á og kælið inn í ísskáp yfir nótt.

Lyftið forminu varlega upp og raðið hindberjum ofan á Tiramisuið.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Kaffi blanda

400 g heitt kaffi

2 msk kakó (sigtað)


Mascarpone súkkulaði fylling

150 g Siríus Suðusúkkulaði

400 g rjómi

400 g mascarpone ostur

2 msk sykur

1 tsk vanilludropar/paste

 

Samsetning

1-2 pakkar lady fingers kex

 Hindber til að skreyta