Valor kotasælu súkkulaðimús

Kotasælu Súkkulaðimús (21)

Holl súkkulaðimús

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
  1. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
  2. Setjið öll hráefni í blandara og blandið vel, skafið niður á milli.
  3. Skiptið niður í glös/krúsir og setjið í kæli í 20-30 mínútur.
  4. Toppið með uppáhalds berjunum ykkar og smá söxuðu súkkulaði. Einnig er gott að setja smá rjóma eða vanillu gríska jógúrt á undan jarðarberjunum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Holl súkkulaðimús

2-4 glös/krúsir (eftir stærð)

  • 300 g kotasæla
  • 70 g Valor sykurlaust dökkt súkkulaði
  • 1 msk. bökunarkakó
  • 1 tsk. vanillusykur