Veislu brúnkur

Uppskrift
Leiðbeiningar
Brúnkur
Hitið ofninn á 170 C og smyrjið langt ferkantað form með smjöri og leggið bökunarpappír í botninn.
Eldið smjörið yfir miðlungs hita. Hrærið stöðugt þar til að smjörið brúnast og það kemur karamellu ilmur af smjörinu.
Takið það af hitanum og bætið súkkulaðinu og saltinu við og leyfið súkkulaðinu að bráðna.
Sigtið síðan kakói við og blandið saman og leggið til hliðar.
Þeytið síðan egg, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst í u.þ.b. 5-10 mín.
Hrærið síðan súkkulaði blöndunni við eggja blönduna í nokkrum skömmtum.
Blandið síðan hveitinu varlega við blönduna og varist að hræra ekki of mikið.
Skammtið í bökunarformið og bakið á 170 C í 15-20 mínútur.
Leyfið síðan að kólna. Skerið síðan í bita og leggið og skreytið.
Súkkulaði krem
Setjið súkkulaðið og salt í miðlungsskál og leggið til hliðar.
Hitið rjóma í potti þar til það kemur upp létt suða.
Takið af hitanum og hellið yfir súkkulaðið.
Leyfið að standa í 5 mín og takið síðan töfrasprota og hrærið þar til falleg súkkulaði
blanda myndast.
Kælið síðan inn í ísskápnum í u.þ.b 2 klst.
Færið síðan blönduna yfir í sprautu poka.
Samsetning
Sprautið smá af súkkulaði kreminu og berja brúnku og leggið hálft jarðarber ofan á.
Berið fram strax eða getur verið undirbúið deginum áður og geymt inn í kæli.
Innihaldsefni
Brúnkur
150 g smjör
150 g sykur
150 g púðursykur
300 g Nóa Siríus suðusúkkulaði
40 g kakó
1 tsk salt
2 egg
2 eggjarauður
70 g hveiti
Súkkulaði krem
150 g Siríus barón súkkulað
200 g rjómi
Samsetning
Jarðarber