Salt Karamellu Nóa kropp ís

IMG 5930

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Saxið helminginn af Nóa kroppinu í minni bita og leggjið til hliðar.

Þeytið rjóman þar til hann er létt þeyttur. Hellið síðan sætu niðursoðnu mjólkinni og vanillu út í og hrærið með písk.

Blandið síðan saxaða og heila Nóa kroppinu og karamellu kurlinu með sleikju.

Hellið síðan blöndunni í langt hátt form.

Ef þið viljið þá eru líka gott að dreifa karamellu sósu í ísinn og að nota kjuða til að gera skemmtilegt mynstur í ísinn en það er alveg valfrjálst.


Frystið ísinn yfir nótt með plastfilmu á yfirborðinu.

Best er að bera ísinn fram um leið og hann kemur úr frystinum, hitið ísskeið með því að leggja hana í heitt vatn og gerið kúlur og leggið í ísskálar.

Berið fram einn og sér eða með auka Nóa kroppi eða karamellu sósu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

400 G rjómi

1 dós sæt niðursoðin mjólk (400 G)

1 tsk vanillu paste eða dropar

1 poki Nóa kropp með Salt Karamellu kurli

80 G Nóa Siríus karamellu kurl

Karamellu sósa (valfrjálst)