Brownie súkkulaðikaka með blautum toppi
Uppskrift
Leiðbeiningar
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
2. Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið varlega saman.
3. Setjið kakóið og saltið í pottinn og hrærið saman við. Kælið blönduna svolítið.
4. Aðskiljið eggjarauðurnar frá eggjahvítunum.
5. Þeytið eggjarauður með 125 g sykri þar til létt og ljóst. Hellið kældri súkkulaðiblöndunni ofan í eggjarauðublönduna og veltið varlega saman.
6. Þeytið eggjahvíturnar með 125 g sykri þar til alveg stífir toppar myndast. Bætið eggjahvítunum út í súkkulaðiblönduna varlega. Byrjið á því að setja svolítið af eggjahvítunum og velta varlega saman við. Setjið svo meira þar til allar eggjahvíturnar hafa blandast saman við.
7. Smyrjið 23 cm form (eða setjið smjörpappír í formið til að það sé ennþá auðveldara að taka kökuna úr forminu) og hellið 2/3 af deiginu ofan í formið. Setjið inn í ofn og bakið í 25 mín eða þar til kakan hefur stækkað vel í ofninum og pinni kemur hreinn út úr kökunni sé honum stungið í hana. Kælið kökuna alveg.
8. Hellið því sem eftir er af deiginu ofan á kökuna og setjið aftur inn í ofn og bakið í 13-15 mín. eða þar til þunn bökuð himna hefur myndast ofan á kökuna en hún er ennþá fljótandi undir.
Innihaldsefni
250 g smjör
300 g suðusúkkulaði
50 g kakó
klípa af salti
7 egg
250 g sykur (skipt í 125 g og 125 g)