Hátíðarmarengsterta

AMB 010

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Marengs:

1. Myljið Nóa kroppið í matvinnsluvél eða með kökukefli þar til u.þ.b helmingurinn er orðið að fínni mylsnu og nokkur nóa kropp en í heilu lagi. leggið síðan til hliðar.

2. Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman í hrærivél í 5-8 mín þar til er orðið stífþeytt.

3. Hrærið síðan Nóa kroppinu og heslihnetunum við marengsinn varlega með sleikju.

4. Skammtið marengsinum jafnt á mill 3 bökunarplata með bökunarpappír. Dreifið vel í 3 skífur og bakið á 150° C í 50 mín. Slökkvið síðan á ofninum og leyfið marengsinum að kólna inn í ofninum í a.m.k. 2 klst eða yfir nótt.

 

Súkkulaði sósa

1. Bræðið súkkulaðið og rjómann á miðlungs hita í miðlungs stórum potti.

2. Hrærið stöðugt þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað

3. Hellið síðan blöndunni í skál þegar og leyfið að kólna.

 

Samsetning

1. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.

2. Smyrjið helminginn af súkkulaði á einn af marengsinum, setjið svo helminginn af rjómanum ofan á

3. Leggið hinn marengsinn ofan á og smyrjið restina af sósunni og rjómanum yfir.

4. Leggið loka lagið af marengsinum og skreytið með smá auka súkkulaðisósu og heslihnetu bitum.

5. Gott er að geyma tertuna inn í ísskáp í a.m.k. 2 klst og bera síðan fram.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Marengsbotnar:

6 eggjahvítur

380 g sykur

150 g Nóa kropp

200 g hakkaðar heslihnetur

 

Súkkulaðisósa

300 g Síríus suðusúkkulaði

150 g rjómi

 

Samsetning:

500 ml rjómi

Heslihnetur til að skreyta