Jólastjörnur með saltkaramellusúkkulaði
Uppskrift
Leiðbeiningar
Deig:
1. Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst.
2. Bætið egginu og vanilludropunum út í og hrærið.
3. Sigtið restina af hráefnunum út í og hnoðið saman.
4. Setjið deigið í plastfilmu eða bökunarpappír og kælið í 1 klst.
5. Stráið flórsykri á vinnuborðið og rúllið út deiginu og skerið út kökurnar með útstunguformi (Hér notuðum við snjókorn en það er hægt að nota hvaða form sem er).
6. Leggið síðan kökurnar á bökunarplötu og notið lítið smákökuform til að skera út miðjuna á helmingnum af kökunum. Það er líka hægt að nota stóra endann á sprautustút eða bara með hníf.
7. Kælið í 20 mín.
8. Bakið síðan á 150°c í 10-12 mín.
9. Leyfið að kólna.
Súkkulaðifylling með saltkaramellu:
1. Bræðið súkkulaðið og rjómann á miðlungs hita í miðstærðar potti.
2. Hrærið stöðugt þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað.
3. Hellið síðan blöndunni í skál og leyfið að kólna.
4. Leggið kökurnar með gatinu í miðjunni á bretti og stráið þær með flórsykri í gegnum sigti.
5. Setjið síðan fyllinguna á botnkökurnar setjið toppkökurnar ofan á. Leyfið þeim að kólna þar til fyllingin hefur harðnað.
Kökurnar geymast vel inni í ísskáp og lengi inni í ísskáp. Njótið!
Innihaldsefni
Deig:
120 g smjör við stofuhita
120 g sykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
215 g hveiti
25 g maísmjöl
Súkkulaðifylling með saltkaramellu:
100 g Suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
50 g rjómi