Súkkulaðitrufflur

AMB 349

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Trufflur:

 

- Bræðið súkkulaðið og rjómann á miðlungs hita í miðstærðar potti.

 

- Hrærið stöðugt þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað.

 

- Hellið síðan blöndunni í skál og leyfið að kólna í að minnsta kosti 4-6 klst. eða yfir nótt.

 

- Takið síðan litlar skeiðar og búið til kúlur úr súkkulaðiblöndunni. Leggið á bökunarpappír og inn í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur.

 

Tempruð súkkulaði skel

 

- Skerið 100 g af súkkulaðinu smátt og leggið til hliðar.

 

- Bræðið svo 200 g af súkkulaðinu yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Passið að hræra stöðugt svo súkkulaðið brenni ekki.

 

- Hitið súkkulaði upp í 48-50 C og bætið síðan fín saxaða súkkulaðinu út í og hrærið með sleikju eða skeið þar til að allt súkkulaðið hefur bráðnað og hefur kælst niður í 30-32 C.

 

- Ef það eru ennþá smá bitar af súkkulaði eftir er allt í lagi að hita það smá upp til að bræða þá en passið að hitinn fer ekki yfir 32 C til að halda temprun.

 

- Veltið síðan truflunum upp úr súkkulaðinu, einni í einu.

 

- Hristið restina af súkkulaðinu af og veltið varlega upp úr kakóinu.

 

- Færið truflunar á annan disk og leyfið súkkulaðinu að harðna.

 

Svo er bara að njóta! Truflurnar eru bæði góðar við stofuhita eða kaldar, en geymslu þolið er miklu meira ef geymdar inni í ísskáp.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Trufflur

200 g súkkulaði
300 g rjómi
Klípa af salti


Hjúpur

ca 300 g súkkulaði
Kakó