Ástaraldin mús kaka

Kaka 2 1080X1350 Non

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Köku botnar:
- Þeytið saman eggin, sykurinn og vanilludropa þar til mjög létt og ljóst í u.þ.b. 5-7 mín.
- Sigtið hveitið í eggjablöndunna og hrærið varlega með sleikju svo að deigið haldist létt
og ljóst. Passið að hræra ekki of mikið bara nóg til að allt hveitið hefur blandast saman
við.
- Hellið deiginu svo í smelluform með bökunarpappírs skífu í botninum og bakið í 15-20
mín eða þar til yfirborðið virðist gullið brúnt.
- Leyfið síðan að kólna og skerið síðan meðfram kantinum á kökunni og takið hana síðan
úr forminu og hreinsið síðan formið fyrir samsetningu seinna.
Ástaraldin mús:
- Skerið ástaraldin í helming og tæmið allt ástaraldin kjötið í sigti yfir skál.
- Notið síðan skeið til að ýta öllum safanum í gegnum sigtið svo að fræin og smá af kjötinu
úr ástaraldin situr eftir. Setjið svo safnan til hliðar.
- Setjið hvíta súkkulaðið í skál og leggið til hliðar.
- Leggið matarlíms plötuna í bleyti í köldu vatni í 5 mín. Kreistið síðan mest af vatninu í
burtu og leggið í skálina með súkkulaðinu.
- Hitið rjóman í miðlungs potti þar til hann rétt byrjar svo að krauma og hellið síðan yfir
súkkulaðið og matarlímið.
- Leyfið að standa í 5 mín og hrærið svo með töfrasprota.
- Hellið safanum í mjórri bunu út í súkkulaði blönduna á meðan þið hrærið með
töfrasprotanum.
- Hellið síðan blöndunni ofan í skál og leyfið að kólna í amk.4 klst inn í ísskáp.
- Þeytið síðan blönduna í hrærivél þar til að hún þykkist.
Samsetning:
- Klippið út langa lengju af bökunarpappír á hæð við hæð kökuformsins sem kakan
bakaðist í. Leggið síðan pappírinn meðfram hliðunum og leggið kökuna í botn formsins.
- Dreyfið svo ástaraldin músinni vel í formið ofan á kökuna. Kælið inn í ísskáp helst yfir
nótt þar til músin nær að halda sínu formi
- Takið kökuna síðan varlega úr forminu og fjarlægið pappírinn. Færið yfir á kökudisk og
njótið. Kakan geymist best inn í ísskáp en höndlar að vera við stofuhita í nokkrar
klukkustundir.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vanillu kaka
3 egg
120 g sykur
1 tsk vanilludropar/vanillu paste
120 g hveiti


Ástaraldin mús
350 ml rjómi
1 plata matarlím
100 g Nóa Siríus hvítt súkkulaði
130 ml ástaraldin safi frá ca. 12-16 ástaraldin