Djúsí Súkkulaði kaka

IMG 5955

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Súkkulaðibotnar

Hitið ofninn á 180 C og smyrjið tvö 21cm hringlaga kökuform með smjöri eða olíu og bökunar pappírs skífu í botninn.

Hrærið saman öll þurrefnin saman í stórri skál og setjið til hliðar.

Hrærið saman öll blaut efnin í minni skál.

Hrærið síðan blaut efnin saman við þurrefnin og hrærið þar til að það eru engir kekkir af hveiti eftir.

Skammtið deiginu á milli formanna og bakið í 18-25 mín.

Leyfið kökunum aðeins að kólna í formunum í 5-10 mín og hvolfið síðan kökunum varlega úr formunum og leyfið alveg að kólna í nokkrar klukkustundir á kæli grind.

 

Súkkulaði krem

Skerið súkkulaði í minni bita og leggið í skál og með smá sjávarsalti yfir.

Hitið rjóma í miðlungs potti þar hann byrjar rétt svo að krauma og hellið síðan yfir súkkulaðið.

Leyfið að standa í 5 mín.

Notið töfrasprota til að blanda súkkulaðinu við rjómann þar til að blandan verður glansandi og með engum kekkjum.

Hellið síðan í stóra skál og leggið plastfilmu á yfirborðið.

Látið standa helst yfir nótt við stofuhita eða í nokkrar klukkustundir inn í ísskáp og hrærið inn á milli.

Á lokum á kremið að vera þykkt og glansandi.

Ef kremið er búið að vera inn í ísskáp er kannski þörf að skella því smástund inn í örbylgjuofn til að gera það auðveldara til að vinna með.

 

Samsetning

Setjið smá doppu af súkkulaðikremi á disk og leggið fyrsta köku lagið ofan á.

Smyrjið svo lagi af súkkulaðikreminu ofan á.

Leggið síðan næsta lag af köku ofan á og endurtakið þar til loka lagið af kökunni er komið á.

Dreifið svo kreminu yfir alla kökuna.

Best er að kæla hana inn í ísskáp í amk 30 mín og svo er hægt að bera hana fram.

Best er að bera hana fram með kúlu af vanillu ís og jarðaberjum á toppinn og meðfram hliðunum svo að allar milsnurnar af kökunni haldast á sínum stað.

Sléttið vel úr kreminu og kælið inn í ísskáp í 15-30 mín.

Skellið svo loka laginu af kreminu yfir alla kökuna og skreytið að vild.

Kakan geymist vel inn í ísskáp og líka við stofuhita í nokkrar klst.

Mér finnst gott að bera hana fram með ískúlu eða rjóma og jarðarberjum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Súkkulaðibotnar

260g hveiti

400g sykur

75g Nóa Siríus kakó

2 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

240g kalt kaffi

255g súrmjólk

110g olía

2 egg

2 tsk vanilludropar

 

Súkkulaði ganache krem

400 g Nóa Siríus Suðusúkkulaði

200 g 70% Nóa Síríus Suðusúkkulaði

600 g rjómi

1 klípa sjávarsalt