Eitt sett kaka
Uppskrift
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
Hrærið saman þurrefnablönduna, egg, smjör/olíu og vatn.
Hellið í tvö 20 cm form og bakið í 25 mínútur. Kælið kökurnar.
Skerið Eitt Sett í litla bita og setjið í pott ásamt rjóma, bræðið varlega saman á lágum hita.
Lakkrísinn mun ekki bráðna alveg heldur verða smá lakkrísbitar ennþá.
Kælið vel.
Setjið smjör í skál og þeytið þar til létt og ljóst, bætið þá flórsykrinum út í og þeytið.
Bætið kældri Eitt Sett-bráðinni út í og þeytið vel og lengi þar til kremið er orðið silkimjúkt, loftmikið og ljóst.
Setjið einn kökubotn á disk og helminginn af kreminu á botninn, setjið hinn kökubotninn ofan á og krem ofan á hann.
Skreytið með skornum jarðarberjum og Eitt Sett-bitum.
Innihaldsefni
Súkkulaðibotnar
1 pakki (500 g) Ljúffeng súkkulaðikökuþurrefnablanda frá Lindu Ben
3 egg
150 g smjör / bragðlítil olía
1 dl vatn
Eitt sett krem
50 g mjúkt smjör
400 g flórsykur
285 g (einn poki) Eitt Sett frá Nóa Síríus
1 dl rjómi
Skraut
150 g jarðarber
50 g Eitt Sett frá Nóa Síríus