Heslihnetu- og súkkulaðiostakaka á mjúkum vanillubotni
Uppskrift
Leiðbeiningar
Vanillubotn
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
Hrærið saman þurrefnablönduna, egg, smjör/olíu og vatn.
Skerið 75 g af súkkulaðinu gróft niður og bætið út í deigið.
Hellið í 25 cm smelluform og bakið í 17–20 mínútur.
Kælið kökuna.
Ostakaka
Brjótið súkkulaðið í bita og setjið í skál.
Hitið 100 ml rjóma að suðu (ekki sjóða) og hellið yfir súkkulaðið.
Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og kælið að stofuhita.
Þeytið 350 ml rjóma.
Í aðra skál hrærið rjómaostinn og blandið síðan rjómanum saman við með sleikju.
Hellið kælda súkkulaðinu út í og blandið með sleikju.
Setjið kökubotninn á fallegan kökudisk (sem passar í frysti) og setjið hringinn af smelluforminu (hreinsaðan) aftur á kökuna.
Hellið ostakökublöndunni yfir og setjið í frysti í 2–3 klst. eða lengur.
Súkkulaðitoppur
Brjótið 75 g súkkulaði gróft niður og setjið í skál.
Hitið 50 ml rjóma og hellið yfir.
Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og dreifið yfir kökuna.
Skerið heslihnetur gróft niður og dreifið yfir endann á kökunni.
Innihaldsefni
Vanillubotn
1/2 pakki (250 g) Ljúffeng vanillukökuþurrefnablanda frá Lindu Ben
2 egg
75 g smjör / bragðlítil olía
1/2 dl vatn
75 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum
Ostakaka
150 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum
450 ml rjómi (notað á tveimur stöðum í uppskriftinni)
300 g rjómaostur
Súkkulaðitoppur
75 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum
50 ml rjómi
100 g heslihnetur