Karamelluostakaka
Uppskrift
Leiðbeiningar
1. Myljið kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.
2. Bræðið smjörið og blandið því saman við kexmjölið.
3. Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, smyrjið hliðar formsins með smjöri. Leggið renning af smjörpappír (jafn stóran og hliðar formsins) upp að hliðum formsins. Setjið smelluformið (með engum botni) á kökudisk. Passa þarf að kökudiskurinn komist í frysti.
4. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu, beint á diskinn. Setjið diskinn í frysti.
5. Hræðið rjómaostinn í skál. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við rjómaostinn.
6. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
7. Hellið deiginu í formið yfir kexblönduna, sléttið toppinn á kökunni og setjið aftur í frystinn í 6 tíma eða yfir nótt.
8. Takið kökuna úr frystinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram.
9. Skerið eplin smátt niður og setjið í pott ásamt smjöri. Leyfið að malla þar til eplin eru orðin mjúk. Bætið Rjómakarmellu Töggum út á og bræðið þær. Sigtið eplin frá karamellunni.
10. Takið kökuna út úr frystinum og setjið brædda karamelluna í miðjuna á kökunni og dreifið úr. Raðið karamellulegnu eplunum á úthring kökunnar.
Innihaldsefni
Botn
250 g kex
100 g smjör
Ostakaka
400 g rjómaostur
500 ml rjómi, þeyttur
300 g Síríus hvítir
súkkulaðidropar
Karamelluog
eplatoppur
280 g Rjómakaramellu
Töggur
50 g smjör
2 epli