Krúttleg Trítla kaka með hvítsúkkulaði smjörkremi

Sumarleg og sæt kaka með skreytt með Trítlum
Uppskrift
Leiðbeiningar
Bræðið saman hvítt súkkulaði og rjóma, kælið blönduna.
Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til létt og loftmikið.
Bætið hvítsúkkulaðibráðinni út í og hrærið þar til silkimjúkt.
Skiptið kreminu í 6 skálar.
Setjið matarlit út í 3 skálar, grænann, gulan og bleikan.
Setjið einn botn á kökudisk og græna kremið ofan á hann, næsta botn yfir og gula kremið ofan á hann, næsta botn og setjið bleika kremið ofan á hann.
Setjið fjórða botninn ofan á og setjið krem úr einni skál (hvítt krem) ofan á kökuna, úr einni skál á hliðar kökunnar.
Það sem eftir er af kreminu setjiði í sprautupoka með stjörnustút og sprautið á kökuna með fram kökudiskinum og úthring kökunnar að ofan.
Sprautiði líka kremi á hliðar kökunnar eins og á myndunum.
Skreytið með súper súrum trítlum.
Innihaldsefni
500 g Linda Ben Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda
3 egg
150 g brætt smjör/150 ml bragðlítil olía
1 dl vatn
300 g Nóa súper súrir trítlar