Lava kaka með Síríus rjómasúkkulaði

Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
- Kveikið á ofninum og stillið á 220°C, undir og yfir hita.
- Setjið smjör og súkkulaði í pott, bræðið varlega saman og hellið í skál.
- Bætið flórsykrinum saman við súkkulaðiblönduna og hrærið.
- Setjið eggin og eggjarauðurnar út í skálina og hrærið.
- Bætið hveitinu út í hrærið.
- Smyrjið 6 lítil form sem eru 7,5 cm í þvermál, skiptið deiginu á milli formanna. Best er að byrja á að baka eina köku í 14 mín og sjá hvernig hún er bökuð. Kakan á að vera bökuð í köntunum en ennþá blaut í miðjunni. Ef kakan er mjög blaut þá þurfiði að baka hinar kökurnar lengur, en ef hún er mikið bökuð þá bakiði hinar styttra.
- Fallegt er að hvolfa kökunum á disk, sigta yfir smá flórsykur og bera fram með vanillu ís.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
- 150 g rjómasúkkulaði
- 150 g smjör
- 250 g flórsykur
- 2 egg
- 3 eggjarauður
- 100 g hveiti