Peruterta

Peruterta (7)

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Svampbotnar

Hitið ofninn í 175°C.

Klippið bökunarpappír í botninn á 2 x 20 cm formum og spreyið vel að innan með matarolíuspreyi.

Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst, sigtið þá hveiti og kartöflumjöl saman við og blandið varlega saman.

Skiptið deiginu niður í formin og bakið í 18-20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Kælið alveg áður en þið setjið súkkulaðikremið og perurnar á.

 

Súkkulaðikrem og skreyting

Bræðið suðusúkkulaðið og leyfið því að ná stofuhita á meðan þið undirbúið annað.

Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til þykknar.

Blandið bræddu súkkulaðinu varlega saman við eggjablönduna og vefjið síðan þeytta rjómanum saman við með sleikju.

Skerið 4-5 helminga af perum niður í þunnar sneiðar og tvo helminga í fjóra hluta (til að setja á toppinn).

Setjið fyrri botninn á kökudisk og um 8 msk. af perusafa yfir botninn til að bleyta upp í honum.

Leggið næst þunnar perusneiðar yfir hann allan og um 1/3 af súkkulaðikreminu.

Þá má næsti botn fara ofan á og restin af kreminu, dragið það varlega niður hliðarnar og þekið alla kökuna með kremi.

Rífið eða saxið 40 g af suðusúkkulaði og stráið yfir toppinn, skreytið síðan með perum.

Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir áður en þið njótið kökunnar.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Svampbotnar

5 egg

180 g sykur

100 g hveiti

60 g kartöflumjöl

 

Súkkulaðikrem og skreyting

5 eggjarauður

60 g flórsykur

150 g Síríus suðusúkkulaði + 40 g til skrauts

400 ml þeyttur rjómi

Um 400 g niðursoðnar perur + safi