Pipartromp marengsterta

Uppskrift
Leiðbeiningar
Marengs
Skerið trompið í smáa bita og leggið til hliðar.
Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman í hrærivél í 5-8 mín þar til er orðið stífþeytt og bætið síðan við lyftidufti og hrærið saman í nokkrar sekúndur.
Myljið kornflexið í minni bita með höndunum. Bætið því og Tromp bitunum út í marengsinn og blandið saman með sleikju.
Skammtið marengsinum jafnt á mill 2 bökunarplata með bökunarpappír.
Dreifið vel í 2 skífur og bakið á 150° C í 50 mín.
Slökkvið síðan á ofninum og leyfið marengsinum að kólna inn í ofninum í a.m.k. 2 klst eða yfir nótt
Lakkríssósa
Bræðið Eitt Sett töggur og rjómann á miðlungs hita í miðstærðar potti.
Hrærið stöðugt í u.þ.b. 5 mín svo að tögguninn brenni ekki í botninum.
Hellið síðan blöndunni í skál þegar allir bitarnir hafa bráðnað og leyfið að kólna.
Samsetning
Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
Smyrjið helminginn af lakkríssósunni á einn af marengsinum, setjið svo helminginn af rjómanum ofan á og dreifið hindberjum yfir.
Innihaldsefni
Marengs
6 eggjahvítur
380 g sykur
1 tsk lyftiduft
1 poki Tromp með piparfyllingu
100 g kornflex
Lakkríssósa
1 poki Eitt Sett töggur (165 g)
150 g rjómi
Samsetning:
500 ml rjómi
400-500 g hindber