Rice Krispies með súkkulaðiperlum

Rice Krispies Kubbar (11)

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
  1. Bræðið suðusúkkulaði, smjör, sýróp og rjómakúlur saman í potti.
  2. Bætið Rice Krispies saman við og hellið í form/bakka og hafið bökunarpappír undir.
  3. Þjappið blöndunni í rétthyrning, um 2 cm á þykkt og stráið vel af súkkulaðiperlum yfir, þjappið þeim aðeins niður í blönduna svo þær festist betur.
  4. Kælið og skerið í bita.
  5. Fallegt er að raða bitunum á bakka/stand og blanda Nóa nammi (bland í poka) og blönduðum Nóa trítlum á hann í bland við Rice Krispies kubbana.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
  • 200 g Síríus suðusúkkulaði
  • 50 g smjör
  • 200 g sýróp
  • 100 g Nóa rjómakúlur
  • 170 g Rice Krispies
  • Síríus súkkulaðiperlur