S'mores Tart

20250703 MG 0022

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Hafrakex botn

Aðferð:
Myljið Göteborgs hafrakex í matvinnsluvél þar til allt er mulið fínt.
Hellið smjörinu yfir og hrærið þar til allt kemur lauslega saman.
Hellið blöndunni í stórt tart form með lausum botni.
Þjappið vel í botninn og upp allar hliðar.
Kælið síðan tart skelina og gerið súkkulaði ganache.

Súkkulaði ganache

Aðferð:
Hitið rjómann og smjörið saman þar til það kemur upp létt suða. Takið þá af hitanum og bætið súkkulaðinu við og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
Hellið súkkulaði blöndunni í hafrabotninn og leyfið svo tartinu að kólna alveg niður inni í ísskáp í a.m.k. 1 ½ til 2 klukkustundir.

Sykurpúða krem

Aðferð:
Setjið eggjahvíturnar, sykurinn og vatnið í stál skál. Leggjið yfir vatnsbað á miðlungs hita og hrærið stöðugt með písk þar til allur sykurinn er búinn að leysast upp. Þið finnið það með því að nudda blöndunni á milli tveggja fingra og ef að þið finnið ekki fyrir sykur kristöllunum þá má taka blönduna af hitanum.
Hrærið síðan í hrærivél eða með handþeytara þar til létt og stíft í u.þ.b 7 mínútur.
Hellið síðan kreminu ofan á tartið og dreifið því vel yfir yfirborðið.
Brennið síðan með brennara þar til sykurpúða kremið virðist gullið brúnt.
Berið helst fram samdægurs og kremið er gert og njótið!

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Hafrakex Botn
1 pakki af Göteborgs kornmo hafrakex (225g)
120 g bráðið smjör


Súkkulaði ganache
400g Nóa Síríus suðusúkkulaði
400g rjómi
100g smjör


Sykurpúða krem
150 g sykur
3 eggjahvítur
20 g vatn