Singoalla hindberja ostakaka

20250703 MG 9904

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kexbotn

Aðferð:
Smyrjið hringlaga smelliform með smjöri, leggið svo bökunarpappír í formið og þrýstið vel í botninn og meðfram hliðunum. Leggið til hliðar.
Myljið kexið í matvinnsluvél og hrærið síðan við bráðið smjör þar til að áferðin líkist blautum sandi.
Hellið blöndunni í kökuformið og þjappið vel í botninn.
Kælið og vinnið síðan í rjómaostafyllingunni.


Ostafylling

Aðferð:
Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og leggið til hliðar.
Hrærið saman rjómaostinum, mascarpone, rjómanum og vanillu með písk þar til blandan hefur komið saman og virðist létt.
Blandið hvíta súkkulaðinu við og hellið síðan í smelluformið ofan á kex botninn.
Stappið helmingnum af hindberjunum og dreifið vel ofan á ostafyllinguna.
Takið tannstöngul eða skeið og hrærið berjunum rétt svo við ostafyllinguna.

Samsetning

Aðferð:
Dreifið síðan restinni af hindberjunum og nokkrum Singoalla kexum ofan á.
Kælið í a.m.k 2-3 klst, en helst yfir nótt.
Takið kökuna varlega úr forminu með því að smella hliðunum af og síðan taka pappírinn varlega af.
Berið fram og njótið!

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Kexbotn
2 pakkar Singoalla kex
100 g smjör


Ostakaka
2 pokar Nóa Siríus hvítir súkkulaðidropar (300 g)
200 g Mascarpone ostur
200 g rjómaostur
200 g rjómi
1 tsk vanilludropar eða paste
250 g hinber (einn helmingur maukaður og hinn ekki)