Singoalla hindberja ostakaka
Uppskrift
Leiðbeiningar
Kexbotn
Aðferð:
Smyrjið hringlaga smelliform með smjöri, leggið svo bökunarpappír í formið og þrýstið vel í botninn og meðfram hliðunum. Leggið til hliðar.
Myljið kexið í matvinnsluvél og hrærið síðan við bráðið smjör þar til að áferðin líkist blautum sandi.
Hellið blöndunni í kökuformið og þjappið vel í botninn.
Kælið og vinnið síðan í rjómaostafyllingunni.
Ostafylling
Aðferð:
Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og leggið til hliðar.
Hrærið saman rjómaostinum, mascarpone, rjómanum og vanillu með písk þar til blandan hefur komið saman og virðist létt.
Blandið hvíta súkkulaðinu við og hellið síðan í smelluformið ofan á kex botninn.
Stappið helmingnum af hindberjunum og dreifið vel ofan á ostafyllinguna.
Takið tannstöngul eða skeið og hrærið berjunum rétt svo við ostafyllinguna.
Samsetning
Aðferð:
Dreifið síðan restinni af hindberjunum og nokkrum Singoalla kexum ofan á.
Kælið í a.m.k 2-3 klst, en helst yfir nótt.
Takið kökuna varlega úr forminu með því að smella hliðunum af og síðan taka pappírinn varlega af.
Berið fram og njótið!
Innihaldsefni
Kexbotn
2 pakkar Singoalla kex
100 g smjör
Ostakaka
2 pokar Nóa Siríus hvítir súkkulaðidropar (300 g)
200 g Mascarpone ostur
200 g rjómaostur
200 g rjómi
1 tsk vanilludropar eða paste
250 g hinber (einn helmingur maukaður og hinn ekki)