Sítrus hvít súkkulaði Pavloa

Uppskrift
Leiðbeiningar
Pavlova
Byrjið á því að hita ofninn í 100°C blástur.
Leggið bökunar pappír á bökunarplötu og leggið til hliðar.
Þeytið eggjahvíturnar, sykur og edik í stórri skál í hrærivél eða með handþeytara í nokkrar mín þar til marengsinn er stífþeyttur.
Bætið síðan við flórskykri og hrærið í auka 2 mín á miðlungs/miklum hraða.
Marengsinn missir smá stífleika sinn á þessum tímaunkti en ef þið hrærið í nokkrar mínútur í viðbót þá á marengsinn að stífna aftur.
Setjið marengsinn á bökunar plötuna og dreifð honum í hring.
Reynið að fletja marengsin ekki alltof mikið út svo að hann verði smá þykkur.
Takið skeið og myndið smá dæld í miðju marengsins.
Bakið síðan á 100°C í 2 klst - 2 ½ klst.
Slökkvið síðan á ofninum og leyfið pavlovunni að kólna inni í ofni í amk 2 klst en helst yfir nótt.
Hvítt súkkulaði sítrónu krem
Setjið sítrónu safa, 100 gr af sykrinum og smjörið saman í miðlungs pott og bræðið allt saman.
Á meðan skal setja eggið, eggjarauðurnar og 50 g af sykrinum í hrærivél og hrærið það til mjög létt og ljóst.
Þegar smjör blandan hefur bráðnað og rétt svo farin að sjóða er henni helt í mjórri bunu ofan í eggja blönduna á meðan hrærivélin gengur.
Hellið síðan allri blöndunni aftur í pottinn og hrærið stöðugt í lágum hita með písk þar til að mixtúran þykkist u.þ.b. 2-5 mín.
Takið síðan af hitanum og hellið í gegnum sigti í skál, setjið plast filmu ofan á og leyfið að kólna við stofuhita í 30-60 mín.
Bræðið hvíta súkkulaðið og hrærið saman við sítrónu blönduna með písk og leggið svo til hliðar.
Samsetning
Skerið hýðið af blóðappelsínum og skerið síðan í þunnar sneiðar og leggið svo til hliðar.
Þeytið síðan rjóma og leggið til hliðar.
Takið pavlovuna varlega af bökunarpappírnum og leggið á disk.
Smyrjið sítrónu kreminu yfir og síðan rjómanum.
Skreytið með blóðappelsínu sneiðum.
Best er að bera kökuna fram innan við 2 klst eftir að allt er komið á hana.
Innihaldsefni
Pavlova
6 eggjahvítur
200 g sykur
120 g flórsykur
½ tsk edik
Hvítt súkkulaði sítrónu krem
1 egg
2 eggjarauður
150 g sykur (skipt í 100g. & 50g.)
Safi úr 3 sítrónum (130g)
110 g smjör
150 g Nóa Síríus hvítt súkkulaði
Samsetning
2 blóðappelsínur
250 g rjómi