Súkkulaði bananakaka með karamellukremi

Sumarmyndataka (125)

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Bananakaka

Hitið ofninn í 175°C.

Smyrjið um 20 cm breitt smelluform að innan með vel af smjöri.

Blandið stöppuðum banönum, smjöri, sykri, eggi og vanilludropum saman í hrærivélarskálinni.

Bætið öllum þurrefnunum næst saman við og blandið saman.

Saxið rjómasúkkulaðið niður og blandið saman við með sleikju í lokin.

Setjið í kökuformið og bakið í 25-30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

Kælið kökuna og útbúið kremið á meðan.

 

Karmellukrem

Setjið allt í pott og bræðið saman við meðalhita þar til bráðið, hrærið vel í allan tímann.

Takið af hellunni og leyfið að kólna og þykkna á meðan kakan kólnar.

Smyrjið þá yfir kökubotninn og stráið Nóa smákroppi yfir til skreytingar.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Bananakaka

3 þroskaðir bananar

130 g smjör (brætt)

150 g púðursykur

1 egg

2 tsk. vanilludropar

120 g hveiti

60 g bökunarkakó

1 tsk. matarsódi

½ tsk. salt

150 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

 

Karmellukrem 

100 g Nóa rjómakúlur

50 g Síríus suðusúkkulaði

100 ml rjómi