Súkkulaðikaka með Nóa kroppi

Uppskrift
Leiðbeiningar
Botnar
Hitið ofninn í 170°C og spreyið 2 x 20 cm form að innan með matarolíuspreyi, einnig gott að klippa smjörpappír í botninn.
Sigtið hveiti, kakó, lyftiduft og matarsóda í hrærivélarskál og hrærið síðan sykri, púðursykri og salti saman við.
Pískið matarolíu, egg, sýrðan rjóma og vanilludropa saman í skál og blandið saman við þurrefnin.
Hellið að lokum heitu kaffinu saman við og skiptið deiginu jafnt í formin (deigið er þunnt).
Bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
Kælið og skerið örlítið af toppnum til að jafna botnana áður en þið setjið kremið á.
Krem og skreyting
Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst (um 5 mínútur).
Bætið flórsykri, bökunarkakó, vanilludropum, kaffi og salti saman við og þeytið áfram.
Bætið að lokum bræddu súkkulaðinu saman við og blandið vel, skafið niður á milli.
Smyrjið þykku lagi af kremi á milli botnanna (um 2 cm) og næst má þekja hana með góðu lagi af kremi á hliðum og topp.
Að lokum má hylja hana eins og hægt er með Nóakroppi.
Best er að taka fulla lúku, leggja höndina upp við kökuna og draga kúlurnar upp hliðina, klárið svo skreytinguna með því að þekja toppinn með Nóakroppi.
Innihaldsefni
Botnar
260 g hveiti
50 g bökunarkakó
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
200 g sykur
100 g púðursykur
1 tsk. salt
110 ml ljós matarolía
3 egg
180 g sýrður rjómi
2 tsk. vanilludropar
240 ml uppáhellt kaffi (heitt)
Krem og skreyting
380 g smjör við stofuhita
360 g flórsykur
70 g bökunarkakó
2 tsk. vanilludropar
3 msk. uppáhellt kaffi
½ tsk. salt
130 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)
2 x pokar af Nóa Kroppi (2 x 240 g)