Bestu súkkulaðibitasmákökurnar
Uppskrift
Leiðbeiningar
1. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og mjúk.
2. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel á milli.
3. Bætið vanilludropunum út í og hrærið.
4. Blandið saman í aðra skál hveiti, matarsóda og salti. Hellið svo öllu út í eggja/sykurblönduna og hrærið þar til allt blandast vel saman.
5. Bætið hvítu súkkulaði- og suðusúkkulaði dropunum og karamellukurlinu út í. Blandið vel saman.
6. Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ísskáp í a.m.k. 1 klst.
7. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
8. Útbúið kúlur úr deiginu, u.þ.b. 1 msk. eða 20-25 g hver kúla. Raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 11-12 mínútur, eða þar til endarnir byrja að brúnast en miðjan er enn mjúk.
Innihaldsefni
Smákökur
200 g mjúkt smjör
150 g púðursykur
100 g sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
350 g hveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
150 g Síríus hvítir
súkkulaðidropar
150 g Síríus suðusúkkulaðidropar
150 g Eitt Sett
lakkrískurl