Dökkar súkkulaðimakkarónur

Makakronur 1080X1350

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

1. Blandið saman möndlumjöli, kakó og flórsykri. Sigtið möndlumjölsblönduna í skál og takið frá grófasta möndlumjölið sem ekki fer í gegnum sigtið.
2. Setjið eggjahvíturnar í skál. Þeytið þær rólega fyrst og bætið cream of tartar, sykri og salti við þegar eggjahvíturnar eru byrjaðar að freyða og aukið hraðann rólega á meðan. Hægt er að athuga hvort eggjahvíturnar séu stífþeyttar með því að dýfa þeytaranum ofan í og kippa honum upp. Ef eggjahvíturnar hreyfast ekki eru þær tilbúnar.
3. Bætið möndlumjölsblöndunni saman við eggjahvíturnar og blandið varlega saman með sleikju, þar til áferðin verður eins og bráðið hraun, hvorki of þykkt né of fljótandi. Mikilvægt er að velta þurrefnunum mjúklega saman við til að missa ekki loft úr deiginu. Gott er að miða við að borðarnir sem myndast þegar deigið er látið leka ofan í skálina séu að hverfa á 3-5 sek.
4. Setjið stóran hringlaga stút í sprautupoka. Setjið deigið ofan í sprautupokann og sprautið deiginu á smjörpappír. Miðið við að hver kaka sé um 4 cm að þvermáli.

5. Leyfið kökunum að þorna við stofuhita í um það bil 60 mínútur. eða þar til þær eru þurrar við snertingu. Mikilvægt er að setja kökurnar ekki inn í ofn fyrr en þær eru orðnar þurrar.
6. Útbúið fyllinguna á meðan skeljarnar þorna.
7. Bræðið saman súkkulaði og rjóma, leyfið blöndunni að kólna alveg aftur. Þegar hún er orðin köld og stíf, setjið hana í hrærivél og þeytið þar til orðin mjúk. Setjið í sprautupoka með stórum opnum stút.
8. Bræðið Rjómakaramellu Töggur í rjóma. Leyfið blöndunni að kólna.
9. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C á undirog yfirhita.
10. Bakið kökurnar, eina plötu í einu, í um 14 mínútur.
11. Hreyfið við kökunum inni í ofninum áður en þær eru teknar út. Ef þær gefa eftir og toppurinn losnar frá grunninum þurfa þær að vera lengur.
12. Látið þær kólna og ná stofuhita.
13. Parið saman skeljar sem eru jafn stórar og leggið á borð með sléttu hliðina upp. Setjið súkkulaði fyllingu á ytri hring á eina skel og svo karamellufyllingu í miðjuna. Lokið kökunum með annarri skel.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Makkarónur
250 g möndlumjöl
350 g flórsykur
50 g kakó
240 g eggjahvítur
100 g sykur
1/4 tsk. cream of tartar klípa af salti
Súkkulaðifylling
300 g Síríus suðusúkkulaði 70%
500 ml rjómi
Karamellufylling
70 g Rjómakaramellu Töggur
25 ml rjómi