Salt karamellu lakkrístoppar
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Hitið ofninn á 160˚C.
Skerið súkkulaðið í minni bita og leggjið til hliðar.
Þeytið saman eggjahvíturnar og púðursykur í hrærivél eða með handþeytara þar til létt,ljóst og stíft.
Hellið lakkrískurli og súkkulaði bitunum út í og hrærið varlega með sleikju.
Skammtið síðan toppunum með matskeið um á bökunarplötu með bökunar pappír.
Bakið í 15-20 mín. Leyfið að kólna í u.þ.b 10 mín.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
3 eggjahvítur
200 g Púðursykur
1 poki Eitt sett lakkrís kurl
150 g Sirius Suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti