Smákökur með hvítu súkkulaði og jarðaberjum

Linda Ben X Noi Sirius Juni 2025 1 2 1 1024X1536

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Hrærið sanan smjör og sykur þar til létt og mjúkt.

Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.

Bætið vanilludropunum út í og hrærið.

Blandið saman í aðra skál hveiti, matarsóda og salti, hellið svo öllu út í eggja/sykurblönduna og hrærið þar til samlagað.

Bætið hvíta súkkulaðinu út í ásamt frostþurrkuðu jarðaberjunum (eða skerið fersku jarðaberin smátt niður og bætið þeim svo út í skálina), blandið saman.

Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ísskáp í a.m.k. 1 klst í kæli.

Kveikið á ofnium og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Útbúið kúlur úr deiginu, u.þ.b. 1 msk eða 20-25 g hver kúla, raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu, bakið í 11-12 mín (endarnir byrjaðir að brúnast en miðjan ennþá mjúk).

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

200 g mjúkt smjör

150 g púðursykur

100 g sykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

350 g hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

150 g Síríus sælkerabaksturs hvítir súkkulaðidropar

100 g frostþurrkuð jarðaber eða fersk