Smákökur með pekanhentum
Uppskrift
Leiðbeiningar
1. Hitið ofninn í 180° C.
2. Setjið bráðið smjör í stóra skál, ásamt púðursykri og sykriog blandið vel saman í c.a. 3 mín með þeytara eða hrærivél.
3. Bætið síðan eggjunum og vanilludropunum við og hrærið saman þar til allt hefur blandast vel saman.
4. Sigtið restina af hráefnunum, fyrir utan pekanhneturnar, út í og hrærið þar til deigið hefur komið saman.
5. Takið 1 msk af deiginu og rúllið upp úr söxuðum pekanhnetum. Setjið síðan á bökunarplötu og bakið á 180°c í 5-7 mín.
6. Þegar kökurnar koma úr ofninum takið litla teskeið og þrýstið í miðjuna á kökunum til þess að gera litla dæld. Leyfið kökunum svo að kólna og á meðan gerum við til karamelluna.
Karamellu- og súkkulaðimiðja:
1. Setjið rjómann og karamellurnar í miðlungspott. Bræðið saman og og sjóðið í 5 mín. Bætið við klípu af sjávarsalti og hellið síðan í skál.
3. Bræðið súkkulaðið og leggið til hliðar.
4. Takið eina teskeið af karamellunni og setjið ofan á kökurnar og fyllið dældirnar.
5. Takið síðan hálfa teskeið af brædda súkkulaðinu og setjið ofan á karamelluna.
6. Leyfið síðan að kælast í ísskáp í 30 mín og njótið.
Innihaldsefni
Smákökur með pekanhentum:
135 g brætt smjör
170 g púðursykur
70 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
240 g hveiti
45 g kakó
2 tsk maísmjöl
½ tsk salt
½ tsk matarsódi
400 g saxaðar pekanhnetur
Karamellumiðja:
1 poki Rjómakaramellu Töggur
50 g rjómi
Súkkulaðitoppur:
150 g Nóa Síríus suðusúkkulaði