Sykurpúða hrískökur

Um 12-14 stykki
Uppskrift
Leiðbeiningar
Klæðið um 25 x 25 cm kökuform að innan með bökunarpappír og spreyjið næst með smá matarolíuspreyji svo auðveldara verði að ná kökunni úr til að skera hana í bita.
Bræðið smjör í potti við vægan hita og blandið sykurpúðunum saman við.
Hrærið þar til þeir hafa bráðnað saman við smjörið og loftkennd blanda myndast.
Takið af hellunni og hrærið Rice Krispies saman við.
Blandan minnir smá á klístraðan köngulóarvef og þannig á hún einmitt að vera.
Bætið 50 g af litlum sykurpúðum saman við á þessu stigi og vefjið létt saman.
Setjið nú alla blönduna yfir í kökuformið og þjappið niður með glasi/öðru með flötum botni, gott er að setja smá matarolíusprey á botninn svo hann klístrist síður við.
Þjappið niður eins og þið getið og sléttið úr toppnum, kælið síðan í um 30 mínútur.
Nú ætti blandan að vera orðin stíf í sér og auðvelt að lyfta henni á bökunarpappírnum upp úr forminu yfir á borð/bretti.
Skerið kökuna í tvennt og því næst í ílanga bita.
Bræðið hvíta súkkulaðið og dýfið hverjum bita ofan í og leggið á bökunarpappír.
Skreytið með súkkulaðiperlum og smákroppi og leyfið súkkulaðinu að storkna.
Innihaldsefni
60 g smjör
260 g mini sykurpúðar (+ 50 g)
150 g Rice Krispies
Matarolíusprey
200 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
Nóa smákropp
Síríus súkkulaðiperlur